Við hugsum í lausnum

Við hjá Basic Markaðsstofu sérhæfum okkur í markaðssetningu, vefsíðugerð og hönnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við leggjum okkur fram við að veita bestu mögulegu þjónustu að hverju sinni fyrir sanngjarnt verð.

Hafa samband

Gildi og markmið

Áreiðanleiki


Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum og leitumst alltaf við að finna bestu lausnina á hverju verkefni fyrir sig. Það er auðvelt að ná í okkur og við erum ávallt til taks fyrir okkar viðskiptavini. Við leggjum okkar alla fram við að vinna innan þess tíma og fjárhagsramma sem okkur er gefinn.

Hreinskilni


Við leggjum áherslu á heiðarleika í samskiptum við okkar viðskiptavini þar sem við útskýrum tæknileg atriði á mannamáli. Það skiptir miklu máli að verkáætlanir séu vel undirbúnar þannig að okkar viðskiptavinir fái raunhæft mat á kostnaði og tímaramma verkefnis.

Ánægja


Það er okkur mjög mikilvægt að vinna okkar skili árangri og að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þau verk sem við skilum af okkur. Við komum fram við aðra með virðingu að leiðarljósi og er það helsta markmið okkar að viðskiptavinir séu það ánægðir að þeir mæli með okkur við aðra.

Valin verkefni

Um okkur

 • Kjartan Geirsson

  Framkvæmdastjóri

  Kjartan hefur umsjón með verkefnum tengdum markaðssetningu fyrir viðskiptavini Basic. Hann er viðskipta og markaðsfræðingur auk þess að vera vottaður google ads sérfræðingur. Hann er með mikla reynslu í markaðssetningu á stafrænum miðlum og hinum ýmsu verkefnum sem tengjast rekstri fyrirtækja. Áhugi Kjartans á markaðssetningu og frumkvöðlastarfi nýtist honum gríðarlega vel fyrir Basic. Kjartan hefur búið 13 ár erlendis í hinum ýmsu löndum en í dag er hann búsettur í Mosfellsbæ með konu, börnum, fuglum og fiskum.

 • Manuel Rodriguez

  Grafískur Hönnuður

  Manuel hefur umsjón með allri grafískri hönnun og tengdum verkefnum hjá Basic. Hann er með gráðu frá Háskólanum í Valencia. Manuel er með góða reynslu í grafískri hönnun. Hann er mjög hæfileikaríkur teiknari og hefur mjög gaman af skapandi verkefnum. Manuel var fæddur í Argentínu, uppalinn á Spáni en er með ítalskt vegabréf svo það er ekki mjög einfalt að segja til um hvaða landsliði hann heldur með.

 • Rafn Steingrímsson

  Forritari

  Rafn hefur unnið í vefgeiranum á Íslandi síðan 2011 og komið að vefforritun margra helstu vefja landsins. Hann hefur góða reynslu af bak- og framendaforritun sem og notendaviðmóti. Hann kann á hinu ýmsu kerfi þó að heimavöllur hans sé Wordpress. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og vinnur því stundum frameftir fyrir Basic Markaðsstofu.