Þetta er verkferlið

1. Þarfagreining

Þarfagreining vefsíðu er grunnurinn af farsælu verkefni og mikilvægt að þar sé vandað til verka. Við höfum vel menntað starfsfólk sem er með mikla reynslu af vefsíðugerð, ferðaþjónustu og fyrirtækjamarkaði almennt. Umfang verkefnis er metið að hverju sinni og kostnaðaráætlun gerð.  Markmið verkefnis er skoðað og verkefninu skipt niður í fasa ef umfang verkefnis er mikið.  Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum og leitum lausna sem eru hagkvæmastar að hverju sinni.  Grunnhugmyndafræðin er í raun einföld, en í henni fellst að bera saman kostnað og stærð verkefnis með hliðsjón á væntingum þess hverju verkefnið á að skila.

2. Tilboðsgerð / Kostnaðaráætlun

Eftir að þarfagreiningu lýkur þá gerum við kostnaðaráætlun eða tilboð á föstu verði. Það fer eftir umfang verkefnis og vilja verkaupa hvort að verkefnið sé unnið á tímataxta eða föstu verði. Tilboðsgerðinni fylgir tímaáætlun serm unnið er eftir, einnig fylgir stutt lýsing á verkefninu þar sem allir vinnuliðir eru útlistaðir.

3. Hönnun

Þegar kemur að þessum lið þá erum við búin að leggja grófar línur um hvernig hönnun á vefsíðunni á að vera. Við tökum einnig mið af öðrum þáttum eins og hver markhópurinn er og óskum verkkaupa. Hönnun þarf að vera samþykkt af verkkaupa áður en forritun hefst.

4. Forritun

Við forritum allar síður í WordPress vefumsjónakerfinu sem er vinsælasta vefumsjónakerfi í heimi. WordPress er svokallaður opinn hugbúnaður (open source) og helstu kostir þess eru að það er auðvelt að læra á það,  þannig að starfsfólk getur sett inn myndir og efni sjálft. Það sparar tíma, pening og tvíverknað. WordPress bíður einnig uppá mikið úrval af tilbúnum lausnum og umfram allt þá er það öruggt. Stór kostur við svokallaðan opinn hugbúnað eins og WordPress er sá að verkkaupi er ekki bundinn sama vefþróunaraðila til eilífðar og þarf ekki að byrja frá grunni ef hann vill á einhverjum tímapunkti skipta um þjónustuaðila. Við höfum mikla þekkingu á WordPress og Bókun bókunarkerfi (fyrir aðila í ferðaþjónustu) og þekkjum því möguleikana sem eru í boði.

5. Innsetning efnis / Kennsla

Það skiptir miklu máli að innsetning efnis sé gert á réttan hátt, það þarf að setja það inn m.t.t. leitarvélabestunar þannig að Google og aðrar leitarvélar geti með auðveldum hætti áttað sig á um hvað síðan fjallar o.s.f.v. Vinsældir heimsíðna stjórnast að langmestu leyti af því hvernig þær eru metnar á Google. Það er því tekið mið af hugmyndafræði leitavélabestunar við kennslu á kerfið og hvernig best sé að setja inn efni. Við setjum einnig upp fyrir þig Google Analytics og kennum þér hvernig það virkar svo að þú getir með auðveldum hætti fylgst með þróun heimsókna inná síðuna.

 6. Grunnútgáfa vefs sett í loftið

Þetta er alltaf spennandi tímapunktur í hverju verkefni þegar nýr vefur er settur í loftið. Þetta þýðir ekki endilega að verkefninu sé lokið en þetta þýðir að það er allavega komið vel af stað og búið er að leggja góðan grunn til að byggja ofaná. Fyrir sum fyrirtæki er þetta einskonar verkefnalok en fyrir flest fyrirtæki er þetta áfangi og verkefnið heldur áfram að einhverju leyti, að hversu miklu leyti fer algjörlega eftir umfangi og markmiði hvers verkefnis fyrir sig.

7. Leitarvélabestun / SEO

Leitarvélabestun er lykillinn að velgegni, að búa til glæsilega vefsíðu án þess að leitarvélabesta hana er eins og að elda girnilega máltíð án þess að borða hana. Leitarvélabestun er helsta markaðssetngartól fyrir vefsíður. Hversu mikilli orku og fjármunum skal eyða í þennan lið veltur alltaf á tilgangi síðunar og undirliggjandi rekstri. Ef að tilgangur síðunar er einungis að vera andlit fyrirtækis og skapa ímynd þá skiptir leitarvélabestun minna máli en ef að tilgangur síðunar er að selja vörur eða þjónustu um allan heim þá skiptir leitarvélabestun öllu máli.

8. Eftirþjónusta

Flestar vefsíður eru í stöðugri þróun, einungis mismikið og mishratt. Við erum ávallt til taks til að fylgja verkefnum okkar eftir og aðstoða okkar viðskiptavini við endurbætur og áframhaldandi þróun á vefsíðum þeirra. Við förum alltaf inn í verkefni með langtímasamband í huga og okkar markmið er ávallt það að viðskiptavinir okkar séu sáttir.

9. Vefumsjón

Við bjóðum viðskiptavinum uppá vefumsjón þar sem við sjáum alfarið um reksturinn á vefnum í nánu samstarfi við stjórnendur félagsins. Þetta getur verið eins lítil eða mikil þjónusta eins og viðskiptavinurinn óskar eftir.

Pin It on Pinterest