Vefsíðugerð

Vefsíðugerð

Fáðu sérfræðinga til þess að smíða vefsíðuna þína. Það skiptir mjög miklu máli að vefur sé rétt uppsettur og virki vel frá upphafi. Vel hannaður og notendavænn vefur er gríðarlega mikilvægur fyrir ímynd vörumerkis. 

 

Við bjóðum 20% afslátt af vefsíðugerð í maí

Þarfagreining og val á vefumsjónarkerfi

Það er til fjölbreytt flóra af vefumsjónakerfum eins og t.d. Wix, Shopify, Squarespace og WordPress auk fjölda annara. Þessi kerfi hafa öll sína kosti og galla og það er gott að para þarfirnar við kerfin áður en hafist er handa.  Þumalputtareglan er sú að því einfaldara sem kerfið er, því takmarkaðri eru eiginleikar þess.

Af hverju við veljum oftast WordPress

Við sérhæfum okkur í vefsíðugerð í WordPress sem er vinsælasta vefumsjónakerfið í heiminum í dag. Ástæða þess að WordPress er oftast okkar fyrsta val er að það býður upp á flókna tæknilega eiginlega en er auðvelt í notkun fyrir daglegan rekstur. Þetta þýðir að forritari getur smíðað flottar lausnir í kerfinu en eigandi síðunnar getur svo með auðveldum hætti sett inn myndir, efni, nýjar vörur, bloggfærslur og séð að mestu leiti um daglegan rekstur vefsins.

Vefir sem virka vel í öllum stærðum

Í dag er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að síður virki vel í snjallsímum þar sem um helmingur og oft meirihluti umferðar kemur frá þessum tækjum í dag. Við leggjum mikla áherslu á stílhreina hönnun og notendavæna vefi sem virka vel í öllum helstu vöfrum og skjástærðum, þar á meðal snjallsímum.

Gæði & áreiðanleiki

Erum við rétti samstarfsaðilinn fyrir þig?

Það er auðvelt að komast að því!