Basic teymið

Um Okkur

Basic er stafræn markaðsstofa með starfsstöðvar á Íslandi og Spáni. 

Við aðstoðum fjöbreytta flóru af fyrirtækjum með vef og markaðsmál. Okkar helstu áherslur eru stuttar boðleiðir, skilvirkni, hagkvæmni og árangur.

Basic teymið

Mannauðurinn

Kjartan Geirsson Framkvæmdarstjóri Basic Markaðsstofu
Framkvæmdastjóri

Kjartan Geirsson

Kjartan hefur umsjón með daglegum rekstri Basic, verkefnastjórn, viðskiptaþróun og  stafrænni markaðssetningu. Hann er með gráðu í viðskipta og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera vottaður google ads sérfræðingur.  Kjartan hefur búið 13 ár erlendis, en í dag er hann búsettur í Mosfellsbæ með konu, börnum, fuglum og fiskum.

Manuel Rodriquez Hönnuður
Grafískur Hönnuður​

Manuel Rodriguez

Manuel sér um alla grafíska hönnun fyrir Basic auk þess að sinna viðskiptaþróun á Spáni.  Hann er með gráðu frá Háskólanum í Valencia auk mastersgráðu í stafrænni markaðsetningu frá DM School í Valencia. Hann er mjög hæfileikaríkur teiknari og hefur gaman af skapandi verkefnum. Manuel var fæddur í Argentínu, uppalinn á Spáni en er með ítalskt vegabréf svo það er ekki mjög einfalt að segja til um hvaða landsliði hann heldur með.

birtingarstjóri

Saga Lind Víðisdóttir

Saga sér um stafræn markaðsmál, samfélagsmiðla og önnur tilfallandi
verkefni hjá Basic. Hún er einnig flinkur ljósmyndari og sér um myndatökur
fyrir viðskiptavini. Saga er með BA gráðu í Stafrænni Markaðsfræði frá Dublin Business School í Írlandi og er „Facebook Certified Digital Marketing Associate“. Hún er einnig lærður sjúkraliði svo henni er margt til listanna lagt.

Hugbúnaðarverkfræðingur | Forritari

Ryan Casas

Ryan er býr yfir mikilli tækniþekkingu og smíðar hann bæði vefi og sinnir verkefnum sem tengjast leitarvélabestun og vefumsjón fyrir Basic. Ryan lauk mastersprófi frá Háskólanum í Málaga árið 2019 í hugbúnaðarverkfræði. Hann hefur meira en áratuga reynslu í vefsíðugerð. Hann hefur mjög gaman af áskorunum í öllu sem viðkemur tækni en hann eignðist sína fyrstu tölvu aðeins 6 ára gamall.

Klippari | Eftirvinnsla myndbanda

Sergi Villanueva

Sergi hefur umsjón með klippingu og litaröðun kynningarmyndbanda í fjölbreyttum myndbandsverkefnum fyrir viðskiptavini Basic. Hann er með gráðu í hljóð- og myndmiðlun og er einnig sigurvegari Sony World Photography Awards 2019 í flokknum námsmenn. Sergi hefur brennandi áhuga á tónlist sem nýtist honum vel í klippingu myndbanda.

Picture of Elvar Jens Hafsteinsson under red lights
Ljósmyndari & tökumaður

Elvar Jens Hafsteinsson

Elvar sér um upptökur & ljósmyndatökur fyrir Basic. Hann hefur að baki diplómu í Kvikmyndatækni frá Tækniskólanum og hefur unnið í nokkrum stuttmyndum, þar á meðal má nefna Gleðipakkann (2020) sem hlaut verðlaun fyrir bestu mynd og áhorfendaverðlaun á Kvikmyndahátíð Framhaldsskólanna. Elvar er mikill aðdáandi kvikmynda áttunda áratugsins og má það stundum sjá skína í gegnum kvikmynda og ljósmyndatökustíl hans.

Gildi og markmið

Áreiðanleiki

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum og leitumst alltaf við að finna bestu lausnina á hverju verkefni fyrir sig. Það er auðvelt að ná í okkur og við erum ávallt til taks. Við leggjum okkar alla fram við að vinna innan þess tíma og fjárhagsramma sem okkur er gefinn.

Hreinskilni

Við leggjum áherslu á heiðarleika í samskiptum við okkar viðskiptavini þar sem við útskýrum tæknileg atriði á mannamáli. Það skiptir miklu máli að verkáætlanir séu vel undirbúnar þannig að okkar viðskiptavinir fái raunhæft mat á kostnaði og tímaramma verkefnis.

Ánægja

Það er okkur mjög mikilvægt að vinnan skili árangri og að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þau verk sem við skilum af okkur. Við komum fram við aðra með virðingu að leiðarljósi og er það helsta markmið okkar að viðskiptavinir mæli með okkur við aðra.