Markaðsþjónusta

Við bjóðum upp á mánaðarlega markaðsþjónustu á hagstæðum föstum kjörum sem er sérsniðin að rekstri hvers fyrirtækis. Þú færð verkefnastjóra með heilt teymi á bakvið sig sem er til þess fallið að hámarka árangur á öllum sviðum.

Dæmi um þjónustuliði sem falla hér undir eru stafrænar markaðsherferðir, umsjón samfélagsmiðla, hönnun á markaðsefni, ljósmyndun, vefumsjón og skýrslugerð.

Þetta er frábær lausn sem hentar fyrirtækjum vel sem vilja heildstæða persónulega þjónustu. Það er enginn óvæntur eða falinn kostnaður og stuttur uppsagnarfrestur.

Nánari útlistun á þjónustu

Ofanverður listi er ekki tæmandi og eins eiga ekki allir liðirnir við öll fyrirtæki. Þessi útlistun er einungis sett fram í þeim tilgangi að væntanlegir viðskiptavinir átti sig betur á umfangi þjónustunnar.

Umsjón Samfélagsmiðla

Við gerum mánaðarlega birtingaráætlun á samfélagsmiðlum sem inniheldur sex pósta í mánuði. Tveir póstar birtast á báðum miðlum svo miðað er við að einn póstur birtist á hvorum miðli (facebook & instagram) í hverri viku.

Herferðir á samfélagsmiðlum

Við sjáum um grafík og uppsetningu á mánaðarlegum fb/insta herferðum. Hver herferð inniheldur fimm auglýsingasett sem eru öll sérsniðin fyrir "Feed, Right Column & Story". Áhersla er á að a.m.k. þrjú auglýsingasett innihaldi hreyfigrafík.

Herferðir á leitarvélum

Uppsetning og vikuleg eftirfylgni (bestun) á Google & Bing leitarauglýsingum. Einnig setjum við upp vefborðaherferðir (responsive display ads) á tveggja mánaða fresti. Þessir auglýsingar birtast á ýmsum alþjóðlegum vefsíðum og smáforritum hjá samstarfsaðilum Google og Microsoft (Bing).

Vefumsjón & hýsing

Við erum sérfræðingar í WordPress vefumsjónarkerfinu en getum unnið í flestum opnum vefkerfum. Við sjáum um reglulegar uppfærslur og breytingar á vef eftir þörfum. Við erum einnig með heimsklassa hýsingarþjónustu þar sem tæknileg umgjörð og öryggi er eins og best er á kosið.

Ljósmyndum & myndvinnsla

Við erum með frábæra ljósmyndara í teyminu okkar og tökum við reglulega ljósmyndir og stöku sinnum hreyfimyndir hjá okkar viðskiptavinum. Við vinnum svo myndirnar í photoshop og notum á samfélgsmiðlum og auglýsingagerð. Miðið er við tökur á 3-4 mánaða fresti þar sem við á.

Tilfallandi auglýsingagerð

Við hönnun og framleiðum auglýsingar fyrir vefi, prent- og hljóðmiðla. Þetta geta verið vefborðar, auglýsingar í tímarit og dagblöð, hönnunarstaðall, matseðlar eða útvarpsauglýsingar. Við græjum einfaldlega alla tilfallandi auglýsingagerð án nokkurs aukakostnaðar.

Skýrslugerð

Við útbúum mánaðarlegar árangursskýrslur með samanburð við fyrri mánuð. Skýrslurnar innihalda lykiltölur frá vef, Meta, Google og Microsoft kerfunum. Skýrslurnar gera það að verkum að hægt sé að leggja mat á stöðuna og taka upplýstar ákvarðanir um dreifingu á birtingarfé.

vef- & markaðsráðgjöf

Við erum ávallt til staðar fyrir okkar viðskiptavini og veitum ráðgjöf í öllu sem viðkemur vef- og markaðsmálum, hvort sem um er að ræða tæknileg atriði, hugmyndavinnu, endursköpum, mat á markaðstækifærum eða bara hverju sem er sem fellur undir okkar fagsvið.

Dæmi um verkefni

Facebook Ads & Google Ads

Mannauðurinn

Kjartan Geirsson

Framkvæmdastjóri

Manuel Rodriguez

Grafískur Hönnuður​

Aldís Ósk Unnarsdóttir

Grafískur Hönnuður​

Ryan Casas

Hugbúnaðarverkfræðingur & Forritari

Sergi Villanueva

Klippari & Eftirvinnsla Myndbanda

Elvar Jens Hafsteinsson

Ljósmyndari & Tökumaður

Daniel Castro

Hreyfihönnuður

Bartłomiej Buczak

Grafískur Hönnuður​