Myndbandagerð

Myndbandagerð

Hreyfimyndir eru í mikilli sókn í allri stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum. Rannsóknir sýna að hreyfimyndir fanga athygli fólks margfalt betur en ljósmyndir og texti. Þar að leiðandi hefur þróunin í allri auglýsingagerð og markaðssetningu verið sú að fyrirtæki leggja meiri áherslu á lifandi markaðsefni í dag en áður var gert.

 

Heildstæð þjónusta

Kostnaður við framleiðslu á myndböndum og hreyfiefni er lægri en nokkurn tímann áður þökk sé tækniframförum og samkeppni á þessum markaði. Það mun þó seint kallast ódýrt að framleiða myndbönd þar sem þessi vinna krefst mikillar sérþekkingar, hæfileika og er einfaldlega tímafrek. Það liggja margir tímar á bakvið flott myndband í svokallaðri eftirvinnslu eins og að klippa, finna réttu tónlistina, setja texta, laga hljóð og svo lengi mætti telja.  

Hagstæð kjör

Hérna á gamla góða hugtakið að „maður fær það sem maður borgar fyrir“ vel við, í öðrum orðum að þá kosta gæði alltaf sitt. Við hjá Basic bjóðum mjög hagstæð kjör og leggjum mikla áherslu á gæði, frumleika og að útkoman verði grípandi og skili tilætluðum árangri.

Fáðu tilboð

Við komum að hugmyndavinnu, handritsgerð og framleiðum hágæða myndbönd sem henta fyrir auglýsingar og samfélagsmiðla. Ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá tilboð í þitt verkefni.

Við leggjum áherslu á gæði

Erum við rétti samstarfsaðilinn fyrir þig?

Það er auðvelt að komast að því!