Vefumsjón & Leitarvélabestun

Vefumsjón & Leitarvélabestun

Vefsíðan þín er lifandi og því þarf að uppfæra hana reglulega. Við sjáum til þess að vefurinn þinn sé tæknilega alltaf í toppmálum og skori yfir 90% í kerfinu okkar. 

Hvort sem þú ert með frekar staðlaða síðu eða ert að keppast við að birtast sem hæst í leitarniðurstöðum google, þá getum við aðstoðað þig við að hámarka árangurinn.

 

Við hjálpum þér að hámarka árangur

Við notum ýmis tól í okkar störfum til að hámarka möguleikann á því að vefsíðan þín birtist ofarlega á leitarvélum. Þetta er blanda af tækni og efnislegum atriðum og þarf að skoða hvað er raunhæft að hverju sinni. Einfalt dæmi er uppbygging hlekkja (link building), sumar vefsíður geta gert þetta með frekar auðveldum hætti, eins og þær síður sem reglulega birta ferskt og áhugavert efni sem nær til margra, en fyrir aðrar sérhæfðari síður sem eru frekar staðnaðar getur þetta verið óraunhæfari kostur eða a.m.k. gert vinnuna erfiðari.

Víðtæk sérfræðiþjónusta

Við veitum víðtæki þjónustu þegar kemur að vefumsjón og leitarvélabestun og spannar þjónusta okkar frá ráðgjöf upp í fulla vefumsjón þar sem við berum ábyrgð á öllu sem viðkemur vefnum, hvort sem það er tæknilegs eða efnislegs eðlis. Það sama gildir um leitarvélabestun en algengast er að við vinnum náið með okkar viðskiptavinum þar sem báðir aðilar leggja sitt að mörkum.

Við erum sérfræðingar

Erum við rétti samstarfsaðilinn fyrir þig?

Það er auðvelt að komast að því!