Vefumsjónarkerfi

Hvað þarf að hafa í huga við val á kerfi?

Hvað er vefumsjónarkerfi?

Vefumsjónarkerfi er stafrænt kerfi sem gerir þér kleift að skipuleggja og flokka upplýsingar í stað þess að kóða beint í gagnagrunn. Það gerir notendum með litla tæknilega þekkingu kleift að bæta við, breyta eða fjarlægja efni eftir þörfum.

Vefumsjónarkerfi gera semsagt það að verkum að þú þarft ekki að kóða vefsíðuna frá grunni. Algeng vefumsjónarkerfi eru WordPress, Joomla, Drupal, Wix, Squarespace, Shopify, Magento, Prestashop o.s.frv. Þetta eru svokölluð “Full Stack” kerfi sem eru algengastu gerðir vefumsjónarkerfa (CMS). Þau spara mikinn tíma þar sem þau innihalda þemur sem þú getur notað til að aðlaga vefinn að þínum þörfum og viðbætur til að fá þá virkni sem þú gætir þurft fyrir vefsíðuna þína.

Það eru margir minni aðilar sem bjóða ennþá upp á lokuð kerfi, en sú þróun fer dvínandi þar sem þau fyrirtæki sem bjóða slíkt geta engan veginn staðist samanburð við stóru alþjóðlegu risana þegar kemur að vöruþróun og nýjungum.   

Hvað þarf að hafa í huga við val á vefumsjónarkerfi?

Vefumsjónarkerfi eru misvel búin af ólíkum eiginleikum og viðbótum sem nýtast í uppbyggingu vefja. Sum vefumsjónarkerfi eru mjög notendavæn og einföld í notkun en eru þá á móti frekar takmörkuð þegar kemur að sérsniðnum lausnum.

Það mikilvægasta þegar þú velur vefumsjónarkerfi er að vita hvers konar efni þú vilt stjórna. Ef að helsta markmið þitt að halda utan um vörur í búð þá ættir þú að leita að búðarmiðuðu vefumsjónarkerfi. Sama gildir ef þú vilt setja inn mikið af greinum og bloggfærslum, þá geturðu fundið kerfi með blogg þemu o.s.frv.

Af hverju er WordPress svona vinsælt?

WordPress vefumsjónarkerfið er það stærsta í heiminum í dag og býður upp á gott samspil möguleika og notendavænleika þar sem forritarar geta gert flóknar breytingar og aðili með takmarkaða tæknilega þekkingu getur gert einfaldar breytingar og séð um daglegan rekstur eins og t.d. innsetningu efnis.

WordPress er búið mun fleiri möguleikum en t.d. Wix, Squarespace eða Shopify og er því mun öflugra vefumsjónarkerfi. Hægt er að velja mismunandi þema (themes) sem auðvelda vinnu oft til muna en geta einnig verið takmarkandi og því þarf að skoða allar þarfir vel og vandlega áður en þema er valið.

Við hjá Basic Markaðsstofu notum að mestu WordPress vegna þess að það gefur okkur sveigjanleika þegar kemur að eiginleikum og hönnun.

Virkni og sérsmíði

Sum fyrirtæki þurfa sérsniðnar lausnir á sínum vefsíðum. Þau kunna að vilja öflugar leitarvélar til að vafra um gögn eða sérstaka gagnvirka eiginleika. Þessi tegund af virkni krefst oft mikillar vinnu og þarfnast prófana. Hér er mikilvægt að velja rétta grunninn (vefumsjónarkerfi og þema) áður en hafist er handa.

Stjórnun efnisinnihalds

Þegar talað er um efni þá á það við allt sem síðan inniheldur. Oftast er það texti og myndir en það geta líka verið myndbönd, skjöl eða skrár. Það getur tekið mikinn tíma að setja inn efni á vefsíðuna og er þetta oft á tíðum mjög vanáætlaður vinnuliður í vefsíðugerð.

Þar að auki er það ekki nóg að setja einfaldlega inn allt innihaldið. Þú þarft að aðlaga og fínstilla efnið að því vefumsjónarkerfi sem þú ert að nota og gera það vefvænt. Til dæmis, ef þú hleður inn mörgum stórum myndum verður vefsíðan þín þung og það tekur lengri tíma fyrir hana að hlaða. Sama gildir um myndskeið: Ef þú hleður inn myndskeiðum beint úr myndavélinni þinni, þá mun það hægja verulega á vefnum þínum. Þjöppun efnis er nauðsynlegt nú á tímum þar sem fleiri eru í farsímaneti í símanum sínum og það er eitthvað sem vefsmiðir þurfa að taka tillit til.

Til viðbótar við bestun og þjöppun efnis þurfa leitarvélar eins og Google að kunna að túlka innihald vefsíðu þinnar. Flest vefumsjónarkerfi innihalda verkfæri og viðbætur sem aðstoða vefstjórnendur við leitarvélabestun, WordPress býður upp á mun öflugri viðbætur en flest önnur kerfi með Yoast eða RankMath viðbótunum sínum.

Samantekt

  • Vertu með þarfirnar á hreinu áður en þú velur vefumsjónarkerfi og mundu að Því einfaldara sem kerfið er, því flótlegra og ódýrara er að setja upp, en hafa ber í huga þær takmarkanir sem eru til staðar.
  • Fáðu þá ráðgjöf ef þú ert ekki viss, það getur reynst dýrt að ana af stað og vona það besta.
  • Íhugaðu kostnað vel, það getur verið freistandi að fá síður í áskrift fyrir lága mánaðarlega þóknun en getur reynst dýrara til lengra tíma litið og verið fleiri takmörkunum háð.
  • Ekki læsa þig í lokuðu kerfi þar sem þú getur ekki breytt um þjónustuaðila án þess að byrja aftur á byrjunareit.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.