Uppfærsla Google maí 2021

Nýjar reglur varðandi leitarvélabestun og notendaupplifanir

Í nýjum pakka sem Google kallar “Core Web Vitals”, setur fyrirtækið fram þrjár nýjar reglur í sambandi við leitarvélabestun. Skoðum þessar reglur aðeins og sjáum hvers vegna þær eru mikilvægar.

Largest Contentful Paint (LCP)

LCP mælir hleðslu árangur með því að mæla hversu langan tíma mikilvægasti þátturinn á vefsíðunni tekur að hlaðast. Ef sá þáttur hleðst á innan við 2,5 sekúndum er vefsíðan talin nógu góð til þess að veita gott notendaviðmót.

Largest Contentful Paint (LCP)

En hvernig ákveður Google hver mikilvægasti þáttur vefsíðunnar er? Kerfið tekur  mið af nokkrum þáttum:

 • Myndir
 • Myndbönd
 • Myndir í bakgrunni
 • Bútar sem innihalda mestmegnis texta

Kerfið tekur stærsta þáttinn af þessum lista og mun sá þáttur vera LCP. Þessi þáttur getur breyst á meðan síðan hleðst. Hér má sjá dæmi:

CNN LCP load

Athugaðu að LCP er frábrugðið FCP, sem er fyrsti þátturinn til þess að hlaðast.

First Input Delay (FID)

FID mælir gagnvirkni innan vefsíðunnar. Til þess að veita gott notendaviðmót ættu vefsíður að hafa fyrstu innsláttartöfina (FID) 100 milli sekúndur eða minna. En hvað þýðir FID?

First Input Delay (FID)

FID mælir samskipti notanda við vefsíðuna. Nánar tiltekið fyrsta samspilið. Það gæti verið smellur á hnapp, smellur á viðhengi eða notkun á sérsniðnu JavaScript knúnu kerfi, eins og Facebook samskipta kerfi. FID er seinkun frá því að notandi hefur samskipti þar til vefsíðan hefur í raun vinnslu á samskiptunum.

Til þess að aðskilja vinnslutíma frá FID er hægt að nota tengiliðaeyðublað (e. contact form) sem dæmi. Tengiliðaeyðublaðið gæti tekið nokkrar sekúndur til þess að senda fyrirspurnina þína en þegar þú ýtir á “senda” veistu að beiðnin er í vinnslu. FID er því mælikvarði á tímann sem líður frá því að þú smellir á “senda” hnappinn og þar til vefsíðan er byrjuð að vinna úr beiðninni. Þar sem notandinn gerir ráð fyrir að aðgerðir hans hafi strax áhrif er mikilvægt að FID sé undir 100ms til þess að koma í veg fyrir óþægindi fyrir notandann.

Nú gætirðu verið að velta fyrir þér hvers vegna það er aðeins litið til fyrstu samskipta, en Google gefur nokkrar ástæður fyrir því:

 • FID mun vera fyrsta sýn notandans af því hvernig síðan virkar. Ef síða hleðst hratt inn (gott LCP) en verður síðan léleg þegar notandi reynir að hafa samskipti við hana gerir það notandaviðmótið slæmt.
 • Mikilvægasta atburðarrás frammistöðu er venjulega við hleðslu vefsíðu, þar sem það er mikið að gerast á þeim tímapunkti. Með því að mæla versta tilfellið getum við verið viss um að síðan haldist góð það sem eftir er.

Hins vegar telst ekki öll gagnvirkni með til mælingar. Aðeins virkni svo sem smellir eða þegar ýtt er á hnapp telst til mælingar. Virkni eins og skroll og zoom telst ekki með vegna þess að þeir þættir geta haft önnur frammistöðu vandamál (svo sem tæki sem ræður ekki við fljótan fletti tíma).

Cumulative Shift Layout (CLS)

CLS mælir sjónrænan stöðuleika. Til þess að veita gott notendaviðmót ætti vefsíða að leitast við að hafa CLS stig 0,1 eða minna.

Cumulative Shift Layout

Hefur þú lent í því að vera lesa eitthvað á netinu en allt í einu hleðst eitthvað annað og textinn sem þú varst að lesa færist til og þú tapar staðnum sem þú varst að lesa á?

Eða mögulega ætlarðu að fara smella á eitthvað en það hreyfist um leið og þú leggur fingurinn á til þess að smella og þú smellir því á eitthvað annað?

Þetta getur verið allt frá því að vera pirrandi í það að vera raunverulegur vandi. Sem dæmi:

CLS mælir því í rauninni hversu pirrandi vefsíðan þín er fyrir notanda, með því að skoða summuna af öllum þeim hreyfingum sem hrjá síðuna. Hreyfingar gerast þegar einhver þáttur hoppar frá einum stað á annan. Þetta er mælt með tveimur þáttum: Höggbrot og fjarlægðarbrot. Höggbrotið er sá hluti skjásins verður fyrir áhrifum hreyfingu.

Höggbrot er rauði kassinn og fjarlægðarbrot er blá örin.

Í þessu tilfelli er höggbrotið 75% þar sem það nær yfir 75% skjásins. Þetta er því 0,75.

Fjarlægðarbrot er fjarlægðin sem þátturinn hreyfist, í þessu tilfelli hreyfist kassin 25% niður. Þettar er því 0,25.

CLS er þá 0,75*0,25= 0,1875 sem er talsvert meira en 0,1 og raungerist í slæmu notandaviðmóti.

Aðrir þættir sem hafa þarf í huga

LCP, FID og CLS eru nýir mælikvarðar, en það eru þó aðrir þættir sem þarf líka að taka tillit til, þegar um er að ræða Google og notendaupplifun.

 • Farsímavænt : Vefsíðan þín ætti að aðlagast snjallsímum. Meira en helmingur umferðar á internetinu kemur frá snjallsímum, sem þýðir að þessi þáttur er mikilvægur þegar kemur að notendaviðmóti..
 • Öruggar vafraaðferðir: Vefsíðan þín ætti ekki að hýsa neina vírusa, spilliforrit eða reyna að svindla á fólki.
 • HTTPS: Síðan er þjónuð af öruggu og uppfærðu SSL/TLS vottorði.
 • Enginn truflandi millibil: Vefsíðan ætti ekki að birta auglýsingu áður en að efni vefsíðunnar er sýnilegt.

Hvenær munu þessir nýju mælikvarðar hafa áhrif á röð vefsíðunnar minnar?

Þetta er leiðarvísir Google:

 • Maí 2021: Google byrjar að mæla með Core Web Vitals
 • Um miðjan Júní 2021: Google byrjar að taka tillit til nýju Core web Vitals til röðunar.
 • Lok ágúst 2021: Google mun leggja meira vægi á þessar mælieiningar og hafa þannig meiri áhrif á röðun.

Jafnvel þó svo uppfærslan kallist Maí 2021 mun þetta ekki hafa áhrif á röðun þinnar vefsíðu fyrr en um miðjan júní 2021.

Burtséð frá þessum breytingum, eru gæði innihalds vefsíðunnar enn þá mikilvægast og trompa allt annað. Það skiptir ekki máli hvað síðan er fljót að hlaðast, með hraða gagnvirkni og þægileg til notkunar ef innihaldið er ekki heillandi og laðar ekki að sér notendur munur notendur ekki ná að njóta síðunnar.

Hins vegar ef þú hefur nú þegar efni sem notandi er að leitast eftir, munu þessar breytingar vera gagnlegar til þess að raða vefsíðunni þinni og aðgreina hana frá samkeppnisaðilum sem hafa svipað efni fram á að færa. Því betra sem notendaviðmótið er, því ofar raðast vefsíðan þín.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.