Þjónusta

Basic Markaðsstofa aðstoðar fyrirtæki með vefsíðugerð og stafræna markaðsetningu. 

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum og veitum persónulega og árangursríka þjónustu.

Við trúum á stuttar boðleiðir og erum til staðar fyrir þig

Vantar þig aðstoð með markaðssetninguna?

Basic Markaðsstofa sérhæfir sig í vef- og markaðsmálum. Við getum veitt þér hagkvæma lausn sem er sérsniðin að þínum þörfum og er til þess fallin að hámarka árangur þinn í markaðsstarfi.

Við gerum þér tilboð í mánaðarlegan þjónustupakka sem er sérsniðinn að þínum rekstri. Þú færð verkefnastjóra með heilt teymi á bakvið sig sem er til þess fallið að hámarka árangur á öllum sviðum.

Þetta er frábær lausn sem hentar fyrirtækjum vel sem vilja heildstæða persónulega þjónustu. Það er enginn óvæntur eða falinn kostnaður og stuttur uppsagnarfrestur. 

Við stafrækjum líka sterka vefdeild og sérhæfum okkur í vefsíðugerð í WordPress og vefverslunum. 

Þú finnur nánari upplýsingar um þjónustuliði okkar hér fyrir neðan. Ekki hika við að bóka hjá okkur kynningarfund til að fara yfir þín mál.

Stafrænar Markaðsherferðir

Stafrænar markaðsherferðir

Við sérhæfum okkur í markaðsherferðum á stafrænum miðlum. Við greinum rétta markhópinn, bestu leitarorðin, skoðum samkeppnina og setjum upp skilvirkar herferðir í rödd (tone of voice) þíns fyrirtækis.

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum þar sem báðir aðilar sýna frumkvæði.

Við setjum upp vöruvitundarherferðir, tækifærisherferðir, “re-marketing” herferðir o.s.frv. þar sem við notum þá miðla sem henta best hverju sinni.

Við fylgjumst svo náið með og bestum herferðir út líftíma þeirra. Viðskiptavinir okkar fá ýtarlega mánaðarlega skýrslu með lykiltölum og öllu því sem fram fór yfir mánuðinn og samanburð við fyrri tímabil.

Gagnsæi og árangur er okkar markmið.

Samfélagsmiðlar

Við sjáum til að samfélagsmiðlarnir þínir haldist lifandi með því að birta reglulega efni á miðlana þína og stuðla að hærra snertihlutfalli. Hér skipta gæðin miklu máli.

Við framleiðum áhugavert efni í samvinnu við okkar viðskiptavini og birtum eftir fyrirfram ákveðnu plani.

Við veitum mánaðarlegar skýrslur um þróun og hvernig þinn árangur á samfélagsmiðlum er í samanburði við helstu samkeppnisaðila.

Samfélagsmiðlar
Grafísk Hönnun

Grafísk hönnun

Efnissköpun er nokkuð fjölbreyttur flokkur, undir þennan lið fellur grafísk hönnun, myndataka, myndvinnsla, textaskrif o.s.frv.

Við útbúum markaðsefni fyrir hina ýmsu stafrænu miðla, vefsíður og prent þar sem markaðsefni er sérútbúið fyrir hvern miðil. Gott markaðsefni er grunnurinn að árangursríkri markaðssetningu.

Vefsíðugerð

Fáðu sérfræðinga til þess að smíða vefsíðuna þína. Það skiptir mjög miklu máli að vefur sé rétt uppsettur og virki vel frá upphafi. Vel hannaður og notendavænn vefur er gríðarlega mikilvægur fyrir ímynd vörumerkis. 

Basic sérhæfir sig í vefsíðugerð í WordPress sem er vinsælasta vefumsjónakerfið í heiminum í dag. Við leggjum mikla áherslu á stílhreina hönnun og notendavæna vefi sem virka vel í öllum helstu vöfrum og skjástærðum, þar á meðal snjallsímum.

Vefsíðugerð
Vefumsjón & Leitarvélabestun

Vefumsjón & Leitarvélabestun

Vefurinn þinn er lifandi og því þarf að uppfæra hann reglulega. Við sjáum til þess að vefurinn þinn sé tæknilega alltaf í toppmálum og skori yfir 90% í kerfinu okkar.

Við notum ýmis tól til að hámarka árangur í tilliti til leitarvélarbestunar svo vefurinn þinn hafi sem best tækifæri á því að birtast ofarlega á leitarvélum.

Við aðstoðum einnig við textagerð og ráðleggjum viðskiptavinum okkar um bestu aðferðina til að ná árangri með textaskrifum.

Myndbandagerð

Láttu okkur sjá um að framleiða markaðsmyndböndin þín. Við komum að hugmyndavinnu, handritsgerð og framleiðum hágæða myndbönd sem henta fyrir auglýsingar og samfélagsmiðla. Fáðu tilboð í þitt verkefni.

Við bjóðum sveigjanleika, gæði og góð verð.

Myndbandagerð

Erum við rétti samstarfsaðilinn fyrir þig?

Það er auðvelt að komast að því!