Stafrænar Markaðsherferðir

Stafrænar markaðsherferðir ​

Við sérhæfum okkur í markaðsherferðum á stafrænum miðlum. Við greinum rétta markhópinn, bestu leitarorðin, skoðum samkeppnina og setjum upp skilvirkar herferðir í rödd (tone of voice) þíns fyrirtækis og tryggjum að hún heyrist.

Náið samstarf & sveigjanleiki

Þegar við hefðum nýtt samstarf þá förum við vel og vandlega yfir alla umgjörð, forsöguna og markmið. Við skoðum hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Árangursríkt markaðsstarf byggist á nánu samstarfi þar sem góður skilningur, skýrar væntingar og gott skipulag þarf að vera til staðar milli markaðsstofu og fyrirtækis. 

Við kjósum alltaf að horfa á okkur sem hluti af teyminu í þeim fyrirtækjum sem við störfum fyrir. Við leggjum áherslu á traust, virðingu og sveigjanleika,  þess vegna förum við ekki fram á neinu bindingu hvað okkar þjónustu varðar. 

Þekking & reynsla

Við erum vottaðir sérfræðingar í google auglýsingakerfinu og vinnum daglega í því ásamt auglýsingakerfum facebook og instagram. Við notum þá miðla sem við teljum henta best að hverju sinni þar sem við setjum upp vöruvitundarherferðir, tækifærisherferðir, endurmiðun (re-marketing) o.s.frv. Við horfum alltaf til þess að sérþekking okkar búi til virðisaukningu sem er mælanleg og hámarki árangur af markaðsstarfi að hverju sinni.

Bestun & eftirfylgni

Við fylgjumst náið með og bestum herferðir út líftíma þeirra. Við tryggjum að auglýsingar séu ekki að birtast of oft á hvern einstakling og að markhópar séu reglulega að sjá ferskt og viðeigandi efni sem tekur mið af því hvar þeir eru staðsettur í markaðstrektinni, í öðrum orðum, hversu vel markhópurinn þekkir þitt vörumerki/fyrirtæki. 

Einnig leggjum við mikla áherslu á endurmiðun (re-marketing) þar sem við grípum þá sem hafa sýnt áhuga með árangursríkum auglýsingum.

Mælingar & skýrslugerð

Viðskiptavinir okkar fá ýtarlega mánaðarlega skýrslu með lykiltölum frá vefsíðu og markaðsherferðum með samanburði við fyrri tímabil. Mælingar og skipulag eru tvö mjög mikilvæg hráefni þegar markmiðið er velgegni. Gagnsæi og hámarksárangur er ávallt okkar markmið.

Við göngum lengra

Erum við rétti samstarfsaðilinn fyrir þig?

Það er auðvelt að komast að því!