Gjafaleikir á facebook

10 atriði til að hafa í huga

Eru gjafaleikir á Facebook góð hugmynd og henta þeir öllum rekstaraðilum?

Sitt sýnist hverjum um ágæti Facebook gjafaleikja, sumir elska þá á meðan öðrum finnst þeir vera algjör plága. Í þessari grein munum við fjalla stuttlega um kosti og galla þessara leikja.

Í grunninn eru gjafaleikir góð leið fyrir fyrirtæki til þess að ná til margra á Facebook án þess að greiða fyrir dreifinguna en uppsetning og umgjörð þeirra skiptir miklu máli hvað varðar árangur. Þetta fer líka eftir hvernig vörur er verið að auglýsa, lúxusvörur henta t.d. ekkert sérstaklega vel í gjafaleiki.

Facebook leikir geta líka verið góð óbein leið til að byggja upp svokallað “social proof” þar sem þú getur boðið þeim sem taka þátt að líka við síðuna þína. 

Hvaða atriði ber að hafa í huga við uppsetningu Facebook leikja?

Er vinningurinn nógu spennandi?

Það getur verið töluvert áhrifaríkara að gera einn stóran leik en marga minni  en það veltur svolítið á hversu verðmætur og spennandi vinningurinn er.

Eru skilaboðin skýr?

Ekki falla í þá gryfju að hafa leikinn of flókinn eða of langann. Einungis lítill hluti fólks les langan texta til enda, svo hafðu aðalatriðin í byrjun. Alls ekki biðja um meira en tvær aðgerðir að hálfu þátttakenda í hverjum leik, helst bara eina.

Ekki setja leikinn í auglýsingakerfi Facebook?

Facebook leikir eru ekki lengur góð leið til að fá fólk til að líka við síðuna þína, því ef það er tilgangur leiksins þá þyrftir þú að setja hann í auglýsingakerfið þeirra en það fer á móti reglum miðilsins.

Gefðu viðeigandi vinning?

Ef þú mögulega getur, gefðu þá eitthvað sem þú selur sjálfur til að hámarka auglýsingagildið.

Láttu líftíma leiksins vera hæfilegan

Það er okkar mat að um ein vikur sé hæfilegur líftími facebook leikja. Ef þeir eru mikið styttri þá ertu ekki alltaf að ná nægilegra góðri dreifingu og ef þeir eru mikið lengri þá missir fólk áhugan og færri taka þátt en ella. En þetta veltur líka svolítið á stærð vinnings.

Eru þátttakendur í leiknum áhugaverður markhópur fyrir þitt fyrirtæki?

Það er alltaf ákveðin hópur fólks sem er tilbúin að taka þátt í öllum leikjum en þetta er ekki endilega áhugaverður markhópur fyrir þitt fyrirtæki.  Þú vilt ná til fólks sem er líklegt til að kaupa vöruna þína eða hafa áhuga á þínu fyrirtæki. Þess vegna skiptir gæði hér meira máli en magn, eins og svo oft í lífinu.

Fylgdu leiknum eftir

Leiðréttu hann (gerðu hann skýrari) ef að margir þátttakendur eru ekki að gera það sem þú baðst um og settu smá pening í dreifingu á leiknum ef hann er ekki að ná góðri dreifingu. Hafa þarf samt í huga að reglur Facebook leyfa ekki auglýsingar á leikjum þar sem þú biður um að líka við síðuna að tagga einhvern.

Settu grípandi mynd við færsluna

Myndefni er það sem grípur athyglina miklu frekar en textinn, settu vinnu í myndina sem þú birtir með leiknum og reyndu að hafa hana eins grípandi og hægt er.

Ekki hafa texta of sölumiðaðan

facebook leikir eru ekki beinar auglýsingar svo ekki hafa textann of sölumiðaðan því þá missir leikurinn marks.

Markaðssettu gagnvart þeim sem taka þátt

Nýttu þér markhópinn sem sýnir vörunni þinni áhuga og birtu auglýsingar gagnvart þeim hópi.

Við vekjum athygli á því að þetta er ekki tæmandi listi en vonum að þetta verði þér að gagni.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.