Fylgjenda stillingar á fb

Stilltu hvað þú vilt fylgjast með

Fylgjenda stillingar á fyrirtækjasíðum

Þegar þú líkar við fyrirtækjasíðu á facebook þá fylgir þú henni sjálfkrafa. Þú getur þó farið í eftirfarandi stillingar og aðlagað þær á eftirfarandi hátt:

  • merktu sem eftirlætis (favourite) ef þú vilt sjá færslur af síðunni ofar í fréttaveitunni þinni
  • ekki breyta neinu og láttu það vera sjálfgefið (default) og fáðu færslur af og til á fréttaveitunni þinni (að meðaltali innan við 6% af tímanum).
  • blunda og hætta að sjá færslu af síðunni í 30 daga
  • slökktu á því og sjáðu aldrei færslur af síðunni í fréttastraumnum þínum

Þú getur einnig stillt tilkynningar (notifications) og valið hvaða tegund af færslum þú vilt fá tilkynningar um, þar er hægt að velja um að fá tilkynningar um nýjar færslur, myndskeið, live video eða tilboð.

Svo ef þú vilt þá geturðu auðvitað bara hætt að fylgja síðunni.

Hvers vegna myndir þú vilja líka við síðu en ekki fylgja henni?

Hið týpíska dæmi er að Jón frændi þinn sendi þér boð um að líka við nýja bifreiðaverkstæðið sitt, þú hefur engan áhuga á bílum en þú vilt styðja gamla góða frænda, svo þú líkar en breytir fylgjendastillingum þannig að þú fylgir ekki síðunni.

Svo hvers vegna myndir þú fylgja síðu en ekki líka við hana?

Ágætt dæmi er stjórnmálaflokkur eða umdeild persóna sem þú hefur áhuga á en þú vilt ekki tengjast opinberlega.

Fylgjenda stillingar á einstaklingssíðum

Þegar þú bætir einhverjum við sem vini fylgir þú sjálfkrafa viðkomandi og hann fylgir þér sjálfkrafa. Þetta þýðir að þið sjáið kannski færslur hvors annars í fréttaveitum (News Feed) ykkar.

Þegar þú fylgist með einhverjum sem er ekki vinur þinn á facebook þá geturðu séð færslur sem þeir hafa deilt opinberlega á veggnum sínum. Þetta er þó háð stillingum viðkomandi þar sem þeir geta valið hvort allir geta fylgst með opinberum færslum sínum eða bara vinir.

Til að breyta stillingum geturðu farið í prófílinn þeirra og smella á vinatakkann / táknið. Þar getur þú:

  • smellt á „Sjá fyrst“ stjörnuna ef þú vilt forgangsraða færslum þeirra á fréttaveitunni þinni
  • breytt svokölluðum vinalista sem hefur áhrif á tilkynningar sem þú færð þegar þeir birta
  • fylgst með þeim en ekki fengið neinar færslur frá þeim inn á fréttaveituna þína
  • og síðast en ekki síst geturðu einfaldlega hætt að vera vinur viðkomandi.

Aðrir geta ekki séð hvaða stillingar þú ert með. Ef hættir að vera vinur einhvers þá geta þeir séð það ef þeir fletta þér upp, en þeir fá ekki tilkynningu um það sérstaklega.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð þá hvetjum við þig til að setja fb síðuna okkar í eftirlætis (favouries) hjá þér svo þú missir ekki af neinu.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.