Samfélagsmiðlar
Vissir þú að innan við 6% fylgjenda þinna sjá það sem þú póstar á vegginn þinn á facebook fyrirtækja síðunni þinni?
Margir gera þau mistök að einblína á magn frekar en gæði. Markmiðið á alltaf að vera að hámarka snertihlutfall (engagement rate) frekar en fjöldi pósta.
Kostur facebook er að ef þú ert með áhugavert efni þá fær það einfaldlega betri dreifingu en staðlaðir daglegir póstar þar sem fólk líkar við, setur athugasemd eða jafnvel deilir færslunni ef þeim þykir hún góð og þá fara snjóboltaáhrifin að virka.
Stefna og markmið
Við aðstoðum fyrirtæki að mynda sér stefnu um sína samfélagsmiðla og veitum eins litla eða mikla þjónustu eins og viðskiptavinir okkar óska eftir, það getur verið allt frá ráðgjöf upp í fulla umsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækis og allt þar á milli.
Efnisgerð og birtingar
Við framleiðum áhugavert efni í samvinnu við okkar viðskiptavini og birtum eftir fyrirfram ákveðnu plani þannig að samstarfsaðilar okkar geti yfirfarið efni og samþykkt áður en það er birt.
Hærra snertihlutfall
Við getum séð til þess að samfélagsmiðlarnir þínir haldist lifandi með því að birta reglulega vel hannað og áhugavert efni á miðlana þína sem stuðlar að hærra snertihlutfalli. Hér skipta gæðin miklu máli.
Mælingar & skýrslugerð
Við gerum svo mánaðarlegar árangursskýrslur með lykiltölum og samanburði við fyrra tímabil. Skýrslan sýnir mikilvægar upplýsingar um hvær er best að birta, hvaða póstar eru vinsælastir os.f.v.
Við gerum þetta áhugavert
- Við bjóðum fyrirtækjum upp á mánaðarlega þjónustu þar sem greitt er fast verð fyrir umsjón samfélagsmiðla og tengdum þjónustuliðum eins og óskað er eftir og tekur þóknun okkar alltaf mið á umfangi á ársgrundvelli.
- Það er engin binding og er hægt að hætta eða pása þjónustu hvenær sem er. Þetta er því frábær leið til að fá aðgang að teymi sérfræðinga á hagstæðum föstum kjörum sem veitir þér þann sveigjanleika sem þú þarft.
- Allt efni sem við sköpum er eign okkar viðskiptavina og sama gildir um allt efni sem við framleiðum.