Facebook kynnir Conversion API sem arftaka Pixel

Skoðanir Apple á friðhelgi einkalífsins og umdeild IOS 14.5 uppfærsla

Auglýsingavörn (e. Ad blocker) árið 2021

Síðan GDPR var gefið út í maí 2018, hafa sífellt fleiri notendur orðið meðvitaðir um friðhelgi og auglýsingavarnir blómstra sem aldrei fyrr. Samkvæmt Hootsuite segja 42,7% notenda að þeir noti auglýsingavarnir að minnsta kosti einu sinni í mánuði.

Það eru næstum því helmingur þeirra sem nota internetið! Hootsuite hefur jafnframt safnað saman upplýsingum um hvers vegna notendur nýta sér þetta.

Þetta eru allt góðar og gildar ástæður til þess að notast við auglýsingavarnir. Hins vegar hafa þessar lokanir þær afleiðingar að koma í veg fyrir mikilvæg mælingargögn. Gögn sem hægt er að nota til þess að bera kennsl á hvernig viðskiptavinur hefur samskipti við þjónustu eða vöru, hvað vekur áhuga hjá viðskiptavini og hvað fyrirtækið ætti að forðast. Með öðrum orðum, gögn sem myndu nýtast til þess að bæta viðskipti fyrirtækisins.

Jafnvel þó notandi samþykki vafrakökur (e. cookies), ef hann er með auglýsingavörn er ekki hægt að fylgjast með, óháð óskum notanda.

Skoðanir Apple á friðhelgi einkalífsins og umdeild IOS 14.5 uppfærsla

Helsti sölupunktur Apple er sýn þeirra á friðhelgi, sem er í sjálfu sér ekki slæmt, hverjum og einum ætti að vera frjálst að vera prívat þegar sá hinn sami kýs það. Nú hefur Apple komið fram með IOS 14.5 uppfærslu á stýrikerfi sem knýr iPhone, uppfærslan neyðir forritara til þess að gefa notendum kost á að afþakka allar mælingar á forritum sínum. Þetta hefur vitaskuld áhrif á Facebook. Til þess að forritið sé til staðar í App store iPhone verður Facebook að fara eftir þessum reglum. Apple er nú þegar farið að birta aðvörun hjá þeim sem hafa uppfært sinn iPhone í nýjustu útgáfuna:

Þetta hefur ekki einungis áhrif á Facebook heldur líka hvert einasta fyrirtæki sem nýtir sér Facebook auglýsingar til þess að ná til síns markhóps, þar sem það verður nú erfiðara og dýrara að ná til markhópa með iPhone síma. Samkvæmt Facebook mun þetta hafa áhrif á að minnsta kosti 10 milljónir fyrirtækja.

Þó svo það sé gott að notandi sé vel upplýstur, þýðir þessi breyting ekki að notandi muni hætta að sjá auglýsingar með því að afþakka, þar sem það er jú viðskiptamódel Facebook. Heldur mun notandinn sjá auglýsingar sem eru minna gagnlegar fyrir hann.

Google kveður smákökur frá þriðja aðila

Annar risi innan stafræna auglýsinga iðnaðarins, Google tjáði nýverið fyrirætlanir sínar að persónulegri fyrsta vef (e. First web). Þetta felur í sér að fjarlægja vafrakökur frá þriðja aðila úr Chrome, sem er grunnur Google Chrome, Microsoft Edge, Brave, Vivaldi og fleiri vafra.

Google er nú að undirbúa forrit (API) fyrir þessa framtíð, sem við höldum að muni svipa til Facebook Conversion API.

Lausn Facebook við auglýsingavörnum til þess að rekja hegðun notenda.

Segjum sem svo að þú sért með iPhone notanda sem samþykkir að leyfa Facebook að rekja hann til þess að fá betri og gagnlegri auglýsingar, þá er ennþá önnur hindrun fyrir iPhone notendur: Safari.

Safari reynir að hindra rakningu jafnvel þó notendur hafi samþykkt að vera rakinn á Facebook:

Þetta hefur áhrif á mest notuðu aðferðina til þess að rekja hegðun notenda: Facebook Pixel. Auglýsingavarnir munu líka loka á Facebook Pixel, óháð köku stillingum (e. cookies settings).

Ef við bætum við 42,7% notanda grunni auglýsingavarna við þetta, hvernig ætlum við þá að rekja hegðun notanda sem smellir á ákveðna Facebook auglýsingu? Facebook hefur því þróað Conversion API, sem er lausnin við þessu vandamáli.

Hvernig kemur þetta í veg fyrir vandamálið?

Conversion API er unnið netþjóns megin í stað vafranns. Hér er dæmi um hvernig hægt er að rekja hegðun notanda (e. Customer conversion) í gegnum Conversion API.

  1. Notandi smellir á Facebook auglýsinguna þína.
  2. Notandanum er beint á vefsíðuna þína með sérstakri breytu á vefslóðinni sem við skulum kalla „Click ID“ (hver er notandinn sem smellti á hvaða auglýsingu, hvar og önnur gögn)
  3. Netþjónninn þinn vistar “Click ID” breytuna á lotuskrá, netþjóns megin.
  4. Þegar viðskiptavinur gengur frá kaupum (eða annað sem þú vilt skrá sem umbreytu) hefur netþjónninn þinn samskipti við Facebook í gegnum Conversion API og miðlar viðskiptunum sem hafa átt sér stað með fyrrnefndu “Click ID”.
  5. Nú mun Facebook og þú vita sjá hegðun notanda með því að smella á ákveðna auglýsingu.

Conversion API er samt sem áður ekki jafn gagnlegt og Facebook Pixel enn sem komið er. Tólið virkar sem trygging til þess að fá að minnsta kosti mikilvægustu upplýsingarnar og til þess að rekja hegðun. Forritið mun einnig sjá um afritun ef Facebook Pixel er enn virkur og að miðla atburðum.

Ef þú hefur nýlega tekið eftir lakari árangri í endurmiðunarauglýsingum eða hækkun á kostnaði ættirðu að prófa að nota Conversion API, með því tóli nærðu að rekja hegðun betur.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.