Mismunandi leiðir í markaðssetningu

Við bjóðum litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á heildstæða þjónustu í markaðssetningu. Hvort sem um er að ræða stafrænar markaðsherferðir á google eða samfélagsmiðlum, sjónvarps, útvarps eða prentauglýsingar, hönnun markaðsefnis, umsjón með samfélagsmiðlum og heimasíðu, leitarvélabestun, efnisgerð eða almenna ráðgjöf í markaðsmálum. Við bjóðum sanngjörn verð í mánaðarlega áskriftarpakka þar sem við sjáum um allt sem tengist markaðssetningu þíns fyrirtækis. Við tökum að sjálfsögðu einnig að okkur einstök verk.

Hér eru helstu leiðirnar sem við sérhæfum okkar í:

Auglýsingar í stafrænum miðlun

Þetta er alltaf okkar fyrsta val og þar sem miðlar á við Google, youtube facebook og instagram gefa okkar mælanleika á árangur. Lesa má nánar um stafræna markaðssetningu neðar í kaflanum. 

Leitarvélabestun (SEO)

Leitarvélarbestun skiptir heilmiklu máli og geta ýmis sérhæfð lítil til meðalstór fyrirtæki náð góðum árangri ef það ríkir fákeppni á þeirra markaðssviði. Það er hinsvegar mikilvægt að greina samkeppnina vel og setja sér raunhæf markmið um vinnu/kostnað v. árangur þegar kemur að leitarvélabestun. Það getur t.d. reynst kostnaðarsamt fyrir lítil fyrirtæki að reyna að keppa við stærri risa á markaði þegar kemur að ákveðnum einingum sem skipta máli í þessum efnum eins og t.d. tengingar við aðrar síður, magn heimsókna, magn efnis o.s..f.v. Við hjálpum fyrirtækjum að ná hámarkasárangri fyrir þeirra fjárhagsáætlun.

Efnismarkaðssetning (e. Content marketing)

Dreifing áhugaverðs efnis og blogg-greina geta skilað flottum árangri, ef rétt er að staðið. Hér skipta gæðin meira máli en magn. Ef að efnið er gott og höfðar til fólks þá getur það náð mjög góðri dreifingu og er orðið „viral“ oft nefnt í því samhengi. Þetta geta verið myndbönd á youtube, facebook, instagram eða snapchat eða myndir og textaskrif sem er dreift á samfélagsmiðlum. Efnismarkaðssetning og leitarvélabestun eru nátengd, þ.a.s. ef efninu er dreift af vefsíðu viðkomandi.

Auglýsingar í prentmiðlum

Prentmiðlar geta þýtt dagblöð, tímarit, bækur, bæklingar, ýmis dreifirit (flyers) og afsláttarmiðar. Það er því erfitt að alhæfa þar sem miðlarnir geta verið ólíkir og sumir hentað vel fyrir ákveðnar markaðsherferðir eða hluti þar af. Það er þó erfitt að mæla virknina og þess vegna mikilvægt að íhuga vel markhópinn, upplag og dreifingu.

Auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi

Útvarp er með gríðarlega góða hlustun á Íslandi og getur reynst góður markaðssetningar kanall fyrir marga og er oft hægt að fá gott virði þar sem hægt er að blanda saman umfjöllun og auglýsingum. Sama gildir um sjónvarp þó svo að það sé skiljanlega töluvert hærri verðmiði á þeim auglýsingum og meiri kostnaður við gerð auglýsinga. En það er ekki algilt þar sem skjáauglýsingar falla ekki þar undir. 

Samfélagsmiðlar

Sýnileiki á samfélagsmiðlum skiptir máli fyrir flest fyrirtæki. Það er mikilvægt að velja réttu miðlana og halda þeim uppfærðum og lifandi. Þegar kemur að samfélagsmiðlum þá er skipulag og sköpunarkraftur tvö helstu hráefnin til að ná árangri.

Samstarf við áhrifavalda

Þetta er frekar hrár markaður sem er í mikilli mótun. Hér á landi hefur þetta verið mest sýnilegt í gegnum Snapchat þó alls ekki eingöngu, t.d. í ferðaþjónustu eru þetta oft misvinsælir erlendir bloggarar. Mikilvægt er að vanda valið og passa vel að væntingar samstarfsaðila séu mjög skýrar.

Með svona marga valkosti í boði þá getur verið erfitt að átta sig á því hvað virkar vel og hvað ekki. Er best að dreifa athyglinni eða einblína á 1-2 leiðir og gera þær vel?  Svarið er ekki einfalt og það er engin ein regla sem gildir fyrir alla, það sem virkar vel fyrir einn rekstur, virkar mögulega ekki fyrir annan rekstur. Hér kemur þekking og reynsla Basic að góðum notum.

Stafræn markaðssetning

Hnitmiðuð og gríðarlega öflug þegar notuð á réttan hátt:

Stafræn markaðssetning hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár og nýtur mikilla vinsælda hjá auglýsendum. Það er engin tilviljun að Google og Facebook séu að fá til sín um 70% af auglýsingatekjum heimsins í dag.  Þetta eru gríðalega öflugar markaðsvélar en það skiptir miklu máli að setja herferðir upp á réttan hátt þar sem auglýsingaverðið tekur mið af gæðunum. Basic aðstoðar viðskiptavini sína að velja rétta miðilinn, setja upp herferðir og hafa umsjón með þeim. Við pössum að öll umgjörðin sé eins og best verður á kosið að hverju sinni.

Digital marketing

Markaðsáætlun

Þegar kemur að gerð markaðaáætluna þá veitum við  hjá Basic persónulega þjónustu þar sem við setjum okkur vel inn í reksturinn og gætum að sjálfsögðu fyllsta trúnaðar. Það gerir okkur kleift að geta tekið vel ígrundaða og upplýsta ákvörðun um hvaða leiðir eru líklegar til að  virka best fyrir viðkomandi rekstur og í hvaða hlutföllum er best að blanda þeim.  Skýr markmið, góð eftirfylgni og mælingar eru lykilþáttur í góðri  markaðsáætlun, ef það er ekki gert þá geta ákvarðanir verið teknar á tilfinningum en ekki staðreyndum.  Við getum einnig veitt ráðgjöf þar sem við leggjum okkar mat á markaðsáætlanir, sé eftir því óskað.

Marketing Plan

Markaðsherferðir

Markaðsherferðir eru oftast hluti af markaðsáætlun fyrirtækis. Það er þó ekki óalgengt að fyrirtæki bæti markaðsherferð við markaðsáætlun á seinni stigum til að bregðast við breytingum á markaði eða einfaldlega til að setja af stað sérstakt átak. Ástæður markaðsherferða eru ýmsar, það getur verið ímyndunarherferð, herferð til að auka sölu í gegnum afslætti eða vinningaleiki eða til að halda í þróun.

Markaðsáætlanir eiga alltaf að vera lifandi og í sífelldri endurskoðun þannig að fyrirtæki geti með skömmum fyrirvara fylgt þróun markaðar eða nýtt sér óvænt tækifæri sem geta myndast með stuttum fyrirvara á markaðanum. Oft er farið í markaðsherferðir til að auka viðskipti á rólegum tímum, þetta á sérstaklega við ef að reksturinn er árstíðabundinn eins og er oftast raunin hjá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu.

Marketing Work