Við bjóðum litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á heildstæða þjónustu í markaðssetningu. Hvort sem um er að ræða stafrænar markaðsherferðir á google eða samfélagsmiðlum, hönnun markaðsefnis, umsjón með samfélagsmiðlum og heimasíðu, leitarvélabestun, efnisgerð eða almenna ráðgjöf í markaðsmálum. Við bjóðum sanngjörn verð í mánaðarlega áskriftarpakka þar sem við sjáum um allt sem tengist markaðssetningu þíns fyrirtækis. 

Marketing Plan

 

Við bjóðum upp á eftirfarandi þjónustupakka í markaðssetningu

Stafræn markaðssetning & samfélagsmiðlar – Vinsæli pakkinn

Stafrænir miðlar líkt og google, facebook, youtube og instagram eru langoftast okkar fyrsta val þar sem þessir miðlar gefa okkar mælanleika á árangur. Við erum sérfræðingar í stafrænum miðlum með vottun frá google. Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á faglega ráðgjöf, þjónustu við uppsetningu og umsjón stafrænna markaðsherferða.

Leitarvélabestun & efnismarkaðssetning – Sérfræðipakkinn

Leitarvélarbestun er margslunginn þar sem agi, skipulag og tæknileg þekking skiptir miklu máli. Efnismarkaðssetning er nátengd leitarvélarbestun þar sem gæði efnis skapar grunninn af góðri vefsíðu. Við aðstoðum okkar viðskiptavini við öll tæknileg atriði þegar kemur að leitarvélabestun og efnisgerð, bæði fyrir heimasíðu og til dreifingar á samfélagsmiðlum.

Markaðsdeildin – Allur pakkinn

Af hverju sætta sig við markaðsstjóra þegar þú getur fengið heila markaðsdeild á hagkvæmara verði? Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem við sjáum um öll markaðs og tæknimál. Innfalið í þessum pakka er einnig grafísk hönnun, hugmyndavinna og almenn markaðsráðgjöf. Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum þar sem markmið okkar er alltaf að skapa langvarandi virðisaukandi viðskiptasamband.

Marketing Work

Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga að vita meira.

Pin It on Pinterest