Stafræn markaðssetning

Hnitmiðuð og gríðarlega öflug þegar notuð á réttan hátt:

Stafræn markaðssetning hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár og nýtur mikilla vinsælda hjá auglýsendum. Það er engin tilviljun að Google og Facebook séu að fá til sín um 70% af auglýsingatekjum heimsins í dag.  Þetta eru gríðalega öflugar markaðsvélar en það skiptir miklu máli að setja herferðir upp á réttan hátt þar sem auglýsingaverðið tekur mið af gæðunum. Basic aðstoðar viðskiptavini sína að velja rétta miðilinn, setja upp herferðir og við pössum uppá að öll umgjörðin sé eins og best sé á kosið að hverju sinni.

Digital marketing

Markaðsleiðir

Það er margt í boði þegar kemur að markaðssetningu, helstu leiðirnar eru:

 • Leitarvélabestun – Svo þú finnist á Google
 • Google og facebook auglýsingar
 • Auglýsingar á vinsælum ferðasíðum
 • Auglýsingar í prentmiðlum
 • Prentun og dreifing túristabæklinga
 • Samstarf við endursöluaðila t.d. í gegnum Bókun bókunarkerfi fyrir afþreyingarfyriritæki
 • Kynningarmyndbönd á youtube og samfélagsmiðlun
 • Samstarf við áhrifavalda (vinsæla bloggara o.s.f.v.)
 • Sýnileiki á samfélagsmiðlum
 • Ráðstefnur og tengslamyndun
 • Dreifing áhugaverðs efnis og blogg-greina

Með svona marga valkosti í boði þá getur verið erfitt að átta sig á því hvað virkar vel og hvað ekki. Er best að dreifa athyglinni eða einblína á 1-2 leiðir og gera þær vel?  Svarið er ekki einfalt og það er engin ein regla sem gildir fyrir alla, það sem virkar vel fyrir einn rekstur, virkar mögulega ekki fyrir annan rekstur. Hér kemur þekking og reynsla starfólks Basic að góðum notum.

Markaðsáætlun

Þegar kemur að gerð markaðaáætluna þá veitum við  hjá Basic persónulega þjónustu þar sem við setjum okkur vel inn í reksturinn og gætum að sjálfsögðu fyllsta trúnaðar. Það gerir okkur kleift að geta tekið vel ígrundaða og upplýsta ákvörðun um hvaða leiðir eru líklegar til að  virka best fyrir viðkomandi rekstur og í hvaða hlutföllum er best að blanda þeim.  Skýr markmið, góð eftirfylgni og mælingar eru lykilþáttur í góðri  markaðsáætlun, ef það er ekki gert þá geta ákvarðanir verið teknar á tilfinningum en ekki staðreyndum.  Við getum einnig veitt ráðgjöf þar sem við leggjum okkar mat á markaðsáætlanir, sé eftir því óskað.

Marketing Plan

Markaðsherferðir

Markaðsherferðir eru oftast hluti af markaðsáætlun fyrirtækis. Það er þó ekki óalgengt að fyrirtæki bæti markaðsherferð við markaðsáætlun á seinni stigum til að bregðast við breytingum á markaði eða einfaldlega til að setja af stað sérstakt átak. Ástæður markaðsherferða eru ýmsar, það getur verið ímyndunarherferð, herferð til að auka sölu í gegnum afslætti eða vinningaleiki eða til að halda í þróun.

Markaðsáætlnir eiga alltaf að vera lifandi og í sífelldri endurskoðun þannig að fyrirtæki geti með skömmum fyrirvara fylgt þróun markaðar eða nýtt sér óvænt tækifæri sem geta myndast með stuttum fyrirvara á markaðanum. Oft er farið í markaðsherferðir til að auka viðskipti á rólegum tímum, þetta á sérstaklega við ef að reksturinn er árstíðabundinn eins og er oftast raunin hjá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu.

Marketing Work