Leitarvélabestun (SEO)

Grundvallaratriði sem hafa ber í huga

Farðu eftir leiðbeiningum google

Algrími (algorithm) google leitarvélarinnar er einræðisherra vefsíðna sem ber að virða. Við lifum á tímum veraldarvefsins og allt sem við leitum að er að finna á google. Það þýðir að ef þú vilt að fólk finni síðuna þína, þá er google staðurinn.  

Leitarvélabestun þýðir einfaldlega að vefsíðan þín verður að vera byggð og starfrækt innan ákveðinna leiðbeininga svo þú getir birst hærra í niðurstöðum google. Það snýst allt um að fínstilla vefinn þinn til að vera leitarvænn. Það hefur bein áhrif á uppbyggingu og smíði vefsíðna (tæknilega) og allt innihald þeirra, bæði tæknileg atriði og efnisinnihald verður að lúta reglum leitarvéla.

Kynntu þér grundvallaratriði leitarvélabestunar

Í grundvallaratriðum, ef þú vilt reka vefsíðu þarftu virkilega að vita eitthvað um leitarvélabestun og því meira sem þú veist, því betra. Það sem vel er gert í leitarvélabestun mun spara þér mikinn tíma (og peninga) síðar.

Hafa skal í huga að leitarvélabestun er ekki tímabundið átak heldur erfiðis vinna sem getur tekið langan tíma að ávaxta sig. Aðeins örfáir starfsmenn hjá google vita nákvæmlega hvernig algríminn þeirra virkar og hann breytist um 15% árlega.

Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga við leitarvélabestun:

 1. Settu upp og lærðu á google analytics
 2. Settu upp og lærðu á google search console
 3. Settu upp Yoast ef þú ert með WordPress síðu
 4. Settu upp „XML Sitemap“
 5. Passaðu að síðan þín sé með SSL skilríki (https)
 6. Kynntu þér hvað leitarorð (keywords) eru
 7. Skoðaðu hvaða leitarorð eru þér mikilvæg og lærðu að nota þau í url, fyrirsagnir og texta.
 8. Merktu allar myndir með „alt“ skýringartexta
 9. Settu „meta description“ á allar síður
 10. Settu upp google my business
 11. Kynntu þér „link building“, bæði innan síðu og frá öðrum síðum (hér skiptir líka máli vægi þeirra síðna sem eru með hlekk á síðua þína)
 12. Notaðu H1 fyrirsagnir og settu leitarorð í fyrirsögn
 13. Passaðu að myndir séu bestaðar (optimized) svo þær hægi ekki á vefnum
 14. Hafðu skýrt og lýsandi URL
 15. Hafðu textann eins skýran og þú getur og notaðu stuttar setningar
 16. Passaðu upp á hlutfall html texta og mynda
 17. Keyptu birtingar á google og samfélagsmiðlum til að keyra upp umferð
 18. Passaðu að síðan þín sé eins hröð og kostur er á
 19. Notaðu þau fríu tól sem eru í boði eins og google speed test og GT metric.
 20. Passaðu upp á villusíður 4xx og endurtekið efni (duplicates)

Samantekt

Þetta er alls ekki tæmandi listi. Mikilvægt er að muna að leitarvélabestun er samspil tæknilegra atriða og efnislegts innihalds. Ekki klikka á grundvallaratriðum og ekki flækja hlutina of mikið. Markmið leitarvéla er alltaf að para hverja leit við bestu mögulegu niðurstöðuna. Þetta þýðir að það er líklegast að vinsælustu síðurnar sem flestir hafa skoðað áður koma efst.

Vinsælust síðurnar eru ekki alltaf flottustu greinarnar eða áhugaverðasta efnið. Efstu leitarniðurstöðurnar geta einfaldlega verið greinar frá mjög stórum aðilum sem eru búnir að eyða miklu fé í birtingar. Í öðrum orðum er oft gott að hugsa þetta þannig að mikilvægasti þátturinn er umferðin sem þú færð og hversu vel notendum líður inn á síðunni þinni (hvað þeir staldra lengi við).

Þannig að án þess að hugsa hlutina um of er best bara að tryggja að þú sért ekki að klikka á undirstöðu atriðunum og að efnið þitt sé viðeigandi og áhugavert. Keyptar birtingar eru mikilvægur hluti leitarvélabestunar í dag þar sem google tekur mið af vinsældum vefsíðna.

Það getur skipt miklu máli að fá sérfræðiaðstoð svo að þú sért ekki að klikka á grundvallaatriðum. En hér ber að varast gylliboð frá anákaolíu sölumönnum sem lofa óraunverulegum árangri (að þú birtist í topp 10 í leitarniðurstöðum eð aálíka, þetta getur reynst skammgóður vermir sem skaðar síðuna þína til lengri tíma litið. Þegar kemur að leitarvélabestun er mikilvægt að greina samkeppnina vel og setja sér raunhæf markmið til lengri tíma.

Ekki falla í þá gryfju að halda að þú munir sjálfkrafa birtast á fyrstu síðu leitar á google ef efnið þitt er nógu gott og áhugavert. Árangur í leitarvélabestun er fyrst og fremst náð í gegnum vinnu, þolinmæði, þvermóðsku, útjónarsemi, skipulag og öguð vinnubrögð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.